Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira