Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:12 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Vilhelm Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús. Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús.
Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira