Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 10:47 Frans páfi flytur ræðu í Nagasaki. EPA/KIMIMASA MAYAMA Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein. Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein.
Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06
Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00