Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 19:00 Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas. Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir af hálfu Ríkisendurskoðunar vegna eftirlits Fiskistofu hefur lítið gerst í málaflokknum. Fyrir ári síðan skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um eftirlit Fiskistofu þar sem alvarlegar athugasemdir voru gerðar við að eftirlit stofnunarinnar með vigtun, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda styðji ekki með viðunandi hætti við markmið laga um stjórn fiskveiða og laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Þá kom fram að ef ekki yrði brugðist við væri ljóst að eftirlit með nýtingu auðlinda hafsins verði áfram veikburða og ekki í samræmi við ákvarðanir Alþingis.Nýverið kom útskýrsla Matvæla og landbúnaðarstofnunarSameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að talið sé að um 500 þúsund tonn af ólöglegu sjávarfangi farið á markað í löndum ESB. Áætlað er að um 11% af heildarfiskafla heimsins fari í brottkast en hins vegar er bent á að ekki sé hægt að nota gögn frá Íslandi og Noregi þar sem of lítil gögn liggi fyrir.Í frumvarpi um stjórn fiskveiða sem lagt var fram á síðasta ári var lagt til að öll skip sem stundi veiðar skuli hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Eftirlitsmenn Fiskistofu skulu hafa aðgang að upplýsingum úr kerfinu. Ekkert hefur hins vegar gerst í málinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu.Jónas R. Viðarsson stjórnandi á rannsóknar og nýsköpunarsviði Matís segir að í löndum þar myndavélar séu notaðar hafi eftirlit með brottkasti stórbatnað.„Þessi nýja tækni er bæði aðgengileg og tiltölulega ódýr. Þar sem hún hefur verið tekin upp t.d. í Bandaríkjunum sem eru með myndavélar um borð í veiðiskipum þar hefur eftirlit með brottkasti verið í lagi,“ segur Jónas.
Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Utanríkismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira