Ný gögn sýna fram á samskipti Pompeo og Giuliani Sylvía Hall skrifar 23. nóvember 2019 12:22 Ekkert er vitað um hvað fór þeirra á milli en framkvæmdastjóri American Oversight segir gögnin sýna fram á skýra samskiptaslóð Giuliani og embættismanna. Vísir/Getty Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Gögn sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afhent samtökunum American Oversight eftir aðgangsbeiðni þeirra sýna fram á ítrekuð samskipti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump. Ekkert er vitað um efni samskipta þeirra en tölvupóstar sem fylgdu með gögnunum sýna að þeir ræddu saman í síma þann 27. og 29, mars í ár. Seinna símtalið átti sér stað eftir að starfsfólk Giuliani sendi tölvupóst á aðstoðarmann Trump þar sem var beðið um símanúmer Pompeo. Austin Evers, framkvæmdastjóri American Ovesight, segir augljóst hvers vegna Pompeo neitaði að afhenda þinginu þessi gögn þar sem þau sýni skýrt fram á samskiptaslóð frá Giuliani til skrifstofu forsetans og þaðan til Pompeo til þess að stýra „ófrægingarherferð“ gegn sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, Marie Yocanovitch, sem vikið var úr embætti í maí. „Þetta er bara fyrsta umferð afhjúpana. Sönnunargögnin munu aðeins verða verri fyrir ríkisstjórnina á meðan steinveggur þeirra hrynur fyrir augum dómstóla,“ sagði Evers í yfirlýsingu. Yovanovitch bar vitni í opinberum vitnaleiðslum Bandaríkjaþings vegna rannsóknar þingsins á mögulegum embættisbrotum Trump. Hún sagði sér hafa verið bolað úr embætti fyrir að hafa reynt að telja Giuliani af því að biðja úkraínsk yfirvöld um aðsoð við að rannsaka Joe Biden. Telur hún að aðgerðir sínar gegn spillingu yfirvalda hafi reitt áhrifamikla Úkraínumenn til reiði sem hafi í kjölfarið reynt að víkja henni úr embætti.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30 Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. 21. nóvember 2019 23:30
Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. 22. nóvember 2019 11:00