Á miklu flugi í skoðanakönnunum Ari Brynjólfsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins í nýrri skoðanakönnun MMR. Fréttablaðið/Ernir Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“ Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Miðflokkurinn mælist nú næststærsti flokkur landsins með nærri 17 prósenta fylgi í nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 18 prósent og tapar því fylgi upp á þrjú prósentustig milli kannana MMR. „Ég verð að halda mig við það sem ég sagði fyrir rúmum tíu árum að ég myndi ekki sveiflast eftir skoðanakönnunum, það verður að gilda hvort sem þær fara niður eða upp. Þetta er mjög ánægjuleg vísbending um að fólk kunni að meta að maður haldi sínu striki og sveiflist ekki með tíðarandanum hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Pólitíkin verður að vera þannig að maður tali fyrir einhverju sem maður trúi á, hvort sem það er vinsælt þann daginn eða ekki. Annars fara menn að elta umræðu dagsins, þá er lítið varið í stefnu flokkanna. Kjósendur verða að vita hvað maður stendur fyrir og mun standa fyrir í framtíðinni. Það er besta leiðin til að ná árangri í kosningum.“ Sigmundur segir að Miðflokkurinn hafi ekki markvisst sótt fylgi sitt til Sjálfstæðisflokksins. „Hins vegar hefur sá flokkur, sem og hinir stjórnarflokkarnir, yfirgefið sitt fylgi með því að fylgja ekki því góða í þeirra stefnu,“ segir hann. „Hugmyndafræðilega er eitt og annað í þeirra stefnu sem ég tel að þeir hafi gleymt.“ Athygli vekur að niðurstaða MMR er talsvert önnur en kom fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup í lok október. Þá mældist Miðflokkurinn með 11,5 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7 prósent. Í þjóðarpúlsi fékk Samfylkingin 17,3 prósent en 13,2 í könnun MMR. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan október mældist Miðflokkurinn með 11,6 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 19,6 prósent og Samfylkingin með 18,5 prósent. Nokkru munar á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Í könnun MMR mælast þeir samanlagt með 38,1 prósents fylgi sem er á pari við fylgi þeirra í könnun Fréttablaðsins, en hjá Gallup mældust þeir samanlagt með 44,3 prósenta fylgi. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, vill fara varlega í að lesa mikið í einstaka kannanir. „Það þurfa að koma fleiri mælingar á svipuðum slóðum til að hægt sé að draga ályktanir af þessu,“ segir Grétar. „Við höfum séð Miðflokkinn áður rísa upp og falla í könnunum. Við höfum líka séð Sjálfstæðisflokkinn fara undir 20 prósentin. Það er ekkert í könnun MMR sem við höfum ekki séð áður.“ Framsóknarflokkurinn mælist undir 10 prósentum í öllum þremur könnununum, Grétar segir það ekki vera sérstakt áhyggjuefni fyrir flokkinn. „Þeir eru í ríkisstjórn og eru ekki langt undir kjörfylgi. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir eru báðir lengra frá sínu kjörfylgi. Hann segir þó athyglisvert að Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að mælast nánast jafn stórir. „Það þarf þá að rýna í gögnin til að sjá hvort fylgið sé að fara á milli þessara flokka eins og sumir hafa verið að velta fyrir sér. Það þarf þó ekki að vera,“ segir Grétar. Kjörtímabilið er hálfnað, Grétar segir að erfitt sé að segja til um hvernig fylgissveiflurnar koma til með að hafa áhrif á kosningarnar sem fara fram 2021 að öllu óbreyttu. „Sveiflur á miðju kjörtímabilinu segja ekki of mikið um hvað koma skal. Það er spurning hvað sé verið að mæla, hvort það sé dagsformið á kjósendunum eða hugmyndafræðilegir tilflutningar á fylgi.“
Birtist í Fréttablaðinu Miðflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent