Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:36 David og Gillian Millane, foreldrar Grace, ræddu við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í morgun. AP Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00