Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Namibian Broadcasting Corporation Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins. Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra að nafni Lurri Festison. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar á hrygningarsvæðum undan ströndum Namibíu. Namibian Broadcasting Corporation greinir frá þessu og má sjá frétt miðilsins hér að neðan. Þar kemur fram að handtökurnar komi í framhaldi af handtöku þriggja annarra skipstjóra.830 þúsund króna tryggingagjaldÍ frétt NBC sjást Arngrímur og rússneski skipstjórinn leiddir fyrir dómara hvor fyrir sig í gær. Í báðum tilfellum ákvað dómarinn að krefjast 100 þúsund namibískra dala í tryggingagjald. Upphæðin svarar til rúmlega 830 þúsund íslenskra króna. Þá þurfa þeir að afhenda vegabréf sín svo þeir geti ekki yfirgefið Namibíu á meðan málið er til rannsóknar. Þeir þurfa sömuleiðis að gefa sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti.Verjandi Arngríms er sagður ætla að krefjast þess að fá vegabréf hans afhent svo hann geti komist til Íslands og sinnt veikum fjölskyldumeðlim. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort Arngrímur hafi verið við veiðar fyrir Samherja þegar hann var handtekinn. Hann hefur meðal annars siglt Baldvini Þorsteinssyni EA10 og Kristínu EA í gegnum tíðina.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í síðustu viku.Vísir/SigurjónArngrímur vill ekkert segja Blaðamaður sló á þráðinn til Arngríms sem svaraði símtalinu. Hann vildi þó ekki ræða málið við fréttastofu. Ekki hefur náðst í Björgólf Jóhannsson, starfandi forstjóra Samherja, í morgun. Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig til hliðar úr stóli forstjóra á dögunum, vildi ekki staðfesta við fréttastofu hvort Arngrímur væri skipstjóri á skipum Samherja nú um stundir. Hann vísaði á Björgólf starfandi forstjóra.Sviptingar í Namibíu Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi verið í Namibíu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna Samherja. James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið hákarl í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk.Vísir/HafsteinnEr Hatuikulipi sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögnin sem fylgdu umfjöllun Kveiks og Stundarinnar og birt voru af Wikileaks sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið sagði Hatuikulipi upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Hákarlarnir þrír, Hatuikulipi, Bernard Esau, fyrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafa því nú allir sagt upp störfum vegna Samherjamálsins.
Namibía Samherjaskjölin Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira