Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:28 Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í liðinni viku. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33