Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 23:23 Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Vísir/Getty Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. Þetta kemur fram í greiningu fréttamanns BBC í Bandaríkjunum á vitnisburðinum og þeim afleiðingum sem hann muni hafa fyrir Trump og forsetatíð hans. Í máli Sondland kom skýrt fram að hann sjálfur, Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir á pólítískum andstæðingum Trump.Þá var það skýrt í máli Sondland að þessi bón var tengd við loforð um að forseta Úkraínu yrði boðið í heimsókn í Hvíta húsið, myndi hann hefja rannsóknirnar. Að mati Anthony Zurcher mun þessi vitnisburður hafa sprengt gat í varnir Trump og bandamannna og sé í þeim skilningi ígildi tundurskeytis. „Vatnið streymir inn og nú er spurningin sú hvort að flokksmenn hans í Öldungardeildinni senda Donald Trump björgunarbát áður en að forsetatíð hans sekkur á hafsbotn,“ skrifar Zurcher. Demókratar rannsaka nú hvort að Trump hafi framið embættisbrot með þessu athæfinu sínu og segir Zurcher að vitnisburður Sondland marki vatnaskil í þeirri rannsókn. Erftt geti nú reynst fyrir Trump að segja að hann hafi lítið vitað um málið þar sem nú hafi vitni stigið fram sem segi Trump sjálfan hafa stýrt aðgerðum. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. Þetta kemur fram í greiningu fréttamanns BBC í Bandaríkjunum á vitnisburðinum og þeim afleiðingum sem hann muni hafa fyrir Trump og forsetatíð hans. Í máli Sondland kom skýrt fram að hann sjálfur, Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir á pólítískum andstæðingum Trump.Þá var það skýrt í máli Sondland að þessi bón var tengd við loforð um að forseta Úkraínu yrði boðið í heimsókn í Hvíta húsið, myndi hann hefja rannsóknirnar. Að mati Anthony Zurcher mun þessi vitnisburður hafa sprengt gat í varnir Trump og bandamannna og sé í þeim skilningi ígildi tundurskeytis. „Vatnið streymir inn og nú er spurningin sú hvort að flokksmenn hans í Öldungardeildinni senda Donald Trump björgunarbát áður en að forsetatíð hans sekkur á hafsbotn,“ skrifar Zurcher. Demókratar rannsaka nú hvort að Trump hafi framið embættisbrot með þessu athæfinu sínu og segir Zurcher að vitnisburður Sondland marki vatnaskil í þeirri rannsókn. Erftt geti nú reynst fyrir Trump að segja að hann hafi lítið vitað um málið þar sem nú hafi vitni stigið fram sem segi Trump sjálfan hafa stýrt aðgerðum.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30