Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2019 21:15 Minnispunktar Trump. Vísir/Getty Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag hafa vakið athygli, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um minnisblaðið þar sem sjá má skrifað með stórum stöfum setningar á borð við„Ég vil ekkert“, „ég vildi ekki greiða fyrir greiða“ og „þetta er lokaorðið frá forseta Bandaríkjanna“.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi studdist Trump mikið við minnisblaðið er hann ávarpaði fréttamenn þar sem hann ítrekaði að hann hafi ekki „viljað neitt“ frá Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu.WATCH: President Trump insists he wanted “nothing” from Ukraine while reading handwritten notes on the White House lawn to reporters nearly an hour later than his scheduled departure for Texas. https://t.co/SXx66YPhpD#ImpeachmentPBSpic.twitter.com/AwLZV0apgs — PBS NewsHour (@NewsHour) November 20, 2019 Trump hefur verið sakaður um að hafa beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti. Þannig myndi Úkraína ekki fá hundruð milljóna dollara aðstoð frá Bandaríkjunum nema yfirvöld þar í landi myndu hefja rannsóknirnar sem Trump vildi fá í gang. Önnur rannsóknin sem Trump vildi átti að beinast að Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, og hin snýr að stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar 2016. Demókratar í fulltrúadeildinni vilja meina að með þessari bón um „greiða fyrir greiða“ (e. quid pro quo) hafi Trump framið embættisbrot sem geti varðað sviptingu embættis. Hafa Demókratar rannsakað hin meintu brot, snýst rannsóknin að miklu leyti um símtal Trump og Selenskí, þar sem Trump hefur verið sagður hafa farið fram á að fá greiða á móti greiða frá Úkraínuforseta.Minnispunktarnir voru á nokkrum blaðsíðum.Vísir/GettyTalið er að vitnisburður Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, um málið muni koma sér illa fyrir Trump. Sondland kom í dag fyrir njósnamálanefnd fulltrúadeildarinnar. Í máli hans kom fram að hann og Rudy Guiliani, einkalögmaður Trump, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja rannsóknirnar tvær, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. Þegar Trump ávarpaði fréttamenn, vopnaður minnisblaðinu, var hann að svara vitnisburði Sondland. Sagði hann meðal annars að hann þekkti Sondland ekki vel, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi styrkt innsetningarathöfn forsetans með framlagi upp á eina milljón dollara, um 120 milljónir króna.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30