Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 101-104 | Garðbæingar sluppu með skrekkinn Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 20. nóvember 2019 20:00 vísir/daníel Stjarnan var í heimsókn hjá Þórsurum í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frábærum leik í Dominos deild karla í körfubolta. Leikurinn var gríðarleg skemmtun frá fyrstu mínútu og byrjuðu Þórsarar betur og virkuðu klárir í verkefni kvöldsins. Pablo Hermandez var sjóðandi heitur í leiknum og leiddi Þórsarana áfram. Pablo var með 15 stig í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var svipaður honum fyrsta og héldu Þórsarar áfram að leiða leikinn með flottum leik. Nikolas Tomsick gaf ekkert eftir og setti niður þrist þegar honum sýndist. Pablo Hernandez var kominn með 26 stig í fyrri hálfleik og Nikolas Tomsick fylgdi fast á eftir með 24 stig í hálfleik. Í þriðja leikhluta komust Stjörnumenn meira inní leikinn og héldu þeir félagar áfram að leiða sín lið í sóknarleiknum og greinilega mjög spennandi fjórði leikhluti í kortunum. Liðin skiptust á að skora og voru liðin jöfn að stigum 101-101 þegar einungis 3 sekúndur voru eftir af leiknum. Nikolas Tomsick, hver annar fær boltann og setur niður þrist fyrir Stjörnuna sem fóru með sigur af hólmi í þessum sturlaða leik.Afhverju vann Stjarnan?Klárlega besti leikur Þórsara í vetur og Stjörnumenn þurftu að hafa vel fyrir hlutunum í kvöld. Stjarnan var undir allan tímann og komust í fyrsta skipti yfir þegar 30 sekúndur lifðu eftir af leiknum. Þeir misstu þó aldrei Þórsarana of langt frá sér en munurinn var sem mestur 18 stig og það í öðrum leikhluta.Bestu menn vallarinsPablo Hernandez Montenegro var frábær í liði Þórs og endaði hann með 31 stig. Hansel Giovanny Atencia Suarez skoraði 24 stig fyrir Þórsara. Nikolas Tomsick var klárlega besti maður vallarins en hann endaði með 44 stig hvorki meira né minna og kláraði leikinn með flautukörfu á síðustu sekúndu leiksins.Hvað er næst?Þórsarar sækja Valsmenn heim á meðan Stjörnumenn fá KR í heimsókn. Lárus: Fannst við eiga eitthvað skiliðLárus JónssonÞór TV / thorsport.is„Betra liðið vinnur auðvitað alltaf leikina þannig að Stjarnan var betri í kvöld en mér fannst eiga skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Það var einn maður sem skaut þá inní leikinn, bæði í fyrri hálfleik og kláraði leikinn með frábæru skoti.“ sagði svekktur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. “Ég er ánægðastur með að eftir að hafa tapað með 50 stigum á móti Njarðvík í síðasta leik að hafa komið til baka og verið nálægt því að vinna Stjörnuna.“ „Karakterinn var mjög flottur hjá strákunum í dag. Við stefnum á að ná fyrsta sigrinum í næsta leik,“ sagði Lárum að lokum. Arnar: Þeir voru að gera grín að okkur í fyrri hálfleikArnar Guðjónsson.Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn í leikslok. „Rosalega feginn að hafa sloppið með sigur. Leikurinn var alls ekki erfiðari en ég bjóst við; ég sá Þórsarana gegn Keflvíkingum og gegn Stólunum og þeir eru búnir að vera að spila gríðarlega vel.“ „Þó svo að menn séu að tala um tapið hjá þeim gegn Njarðvík þá eiga öll lið einn off leik og þetta Þórs lið er vel þjálfað og með flottan mannskap. Það er ekkert grín að koma hérna norður.“ „Þeir voru að gera grín af okkur hérna í fyrri hálfleik. Pablo var að fara illa með okkur og við þurfum að finna lausnir og það hafðist á endanum,“ sagði Arnar. Dominos-deild karla
Stjarnan var í heimsókn hjá Þórsurum í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frábærum leik í Dominos deild karla í körfubolta. Leikurinn var gríðarleg skemmtun frá fyrstu mínútu og byrjuðu Þórsarar betur og virkuðu klárir í verkefni kvöldsins. Pablo Hermandez var sjóðandi heitur í leiknum og leiddi Þórsarana áfram. Pablo var með 15 stig í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var svipaður honum fyrsta og héldu Þórsarar áfram að leiða leikinn með flottum leik. Nikolas Tomsick gaf ekkert eftir og setti niður þrist þegar honum sýndist. Pablo Hernandez var kominn með 26 stig í fyrri hálfleik og Nikolas Tomsick fylgdi fast á eftir með 24 stig í hálfleik. Í þriðja leikhluta komust Stjörnumenn meira inní leikinn og héldu þeir félagar áfram að leiða sín lið í sóknarleiknum og greinilega mjög spennandi fjórði leikhluti í kortunum. Liðin skiptust á að skora og voru liðin jöfn að stigum 101-101 þegar einungis 3 sekúndur voru eftir af leiknum. Nikolas Tomsick, hver annar fær boltann og setur niður þrist fyrir Stjörnuna sem fóru með sigur af hólmi í þessum sturlaða leik.Afhverju vann Stjarnan?Klárlega besti leikur Þórsara í vetur og Stjörnumenn þurftu að hafa vel fyrir hlutunum í kvöld. Stjarnan var undir allan tímann og komust í fyrsta skipti yfir þegar 30 sekúndur lifðu eftir af leiknum. Þeir misstu þó aldrei Þórsarana of langt frá sér en munurinn var sem mestur 18 stig og það í öðrum leikhluta.Bestu menn vallarinsPablo Hernandez Montenegro var frábær í liði Þórs og endaði hann með 31 stig. Hansel Giovanny Atencia Suarez skoraði 24 stig fyrir Þórsara. Nikolas Tomsick var klárlega besti maður vallarins en hann endaði með 44 stig hvorki meira né minna og kláraði leikinn með flautukörfu á síðustu sekúndu leiksins.Hvað er næst?Þórsarar sækja Valsmenn heim á meðan Stjörnumenn fá KR í heimsókn. Lárus: Fannst við eiga eitthvað skiliðLárus JónssonÞór TV / thorsport.is„Betra liðið vinnur auðvitað alltaf leikina þannig að Stjarnan var betri í kvöld en mér fannst eiga skilið að fá eitthvað út úr þessum leik. Það var einn maður sem skaut þá inní leikinn, bæði í fyrri hálfleik og kláraði leikinn með frábæru skoti.“ sagði svekktur Lárus Jónsson, þjálfari Þórs í leikslok. “Ég er ánægðastur með að eftir að hafa tapað með 50 stigum á móti Njarðvík í síðasta leik að hafa komið til baka og verið nálægt því að vinna Stjörnuna.“ „Karakterinn var mjög flottur hjá strákunum í dag. Við stefnum á að ná fyrsta sigrinum í næsta leik,“ sagði Lárum að lokum. Arnar: Þeir voru að gera grín að okkur í fyrri hálfleikArnar Guðjónsson.Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn í leikslok. „Rosalega feginn að hafa sloppið með sigur. Leikurinn var alls ekki erfiðari en ég bjóst við; ég sá Þórsarana gegn Keflvíkingum og gegn Stólunum og þeir eru búnir að vera að spila gríðarlega vel.“ „Þó svo að menn séu að tala um tapið hjá þeim gegn Njarðvík þá eiga öll lið einn off leik og þetta Þórs lið er vel þjálfað og með flottan mannskap. Það er ekkert grín að koma hérna norður.“ „Þeir voru að gera grín af okkur hérna í fyrri hálfleik. Pablo var að fara illa með okkur og við þurfum að finna lausnir og það hafðist á endanum,“ sagði Arnar.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“