Missti dekkið undan bílnum eftir dekkjaskipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:04 Mikilvægt að festa dekkin vel. Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira