Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum. Landspítalinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum.
Landspítalinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira