Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 07:45 Meirihlutinn í Hafnarfirði var gagnrýndur fyrir að hækka ekki útsvar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira