Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Vísindamennirnir notuðu segulómtæki til að rannsaka heila unglinga. Þeir telja að frekari rannsókna sé þó þörf á áhrifum offitu. Nordicphotos/Getty Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07