Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 09:22 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang. AP/Ng Han Guan Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang. Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang.
Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33