Síðasti leikur 16-liða úrslita Geysisbikars karla var af stærri gerðinni þar sem nágrannaliðin Njarðvík og Keflavík áttust við í Njarðvík.
Leikurinn var bráðskemmtilegur og nokkuð jafnræði með liðunum lengstum en Njarðvíkingar höfðu tveggja stiga forystu í leikhléi.
Keflvíkingar komu ákveðnir inn í síðari hálfleikinn og voru betri í þriðja leikhluta sem lagði svo grunninn að fimm stiga sigri gestanna, 68-73.
Athygli vekur að aðeins fimm leikmenn Keflavíkur komust á blað. Erlendu leikmennirnir sáu nær eingöngu um stigaskorun; Khalil Ahmad (29 stig), Dominyikas Milka (25 stig), Deane Williams (12 stig) og Reggie Dupree (6 stig). Sá síðastnefndi reyndar með íslenskan ríkisborgararétt en að auki gerði Ágúst Orrason 1 stig.
Wayne Martin var atkvæðamestur heimamanna með 14 stig en Chaz Williams og Kristinn Pálsson með 12 stig hvor.
Keflavík í 8-liða úrslit eftir sigur á grönnum sínum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Fleiri fréttir
