Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Stefán Ó. Jónsson og Atli Ísleifsson skrifa 8. desember 2019 14:15 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór. Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór.
Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54