Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2019 18:45 Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um. Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um.
Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira