Langt í frá að málinu sé lokið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2025 12:43 Mikil óvissa er uppi um framtíð vöruhússins við Álfabakka. Búseti íhugar dómsmál og þá á fyrirhuguð kjötvinnsla eftir að fara í leyfisferli. Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin. Mikið hefur gengið á frá því að framkvæmdir hófust og menn gerðu sér grein fyrir því hvaða áhrif „græna gímaldið“ svokallaða myndi hafa á íbúa í nærliggjandi húsum. Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála segir í niðurstöðu sinni að svo virðist sem undirbúningi byggingaleyfis vöruskemmunnar hafi verið um margt áfátt og undir þetta hafa kjörnir fulltrúar tekið og lýst yfir vilja til þess að komast að lausn sem allir geti orðið sáttir um. Þrátt fyrir þetta hefur lítið borið á fregnum af viðræðum milli aðila og fátt verið um svör hjá borginni þegar eftir þeim hefur verið leitað. Nú þegar niðurstaða úrskurðarnefndarinnar liggur fyrir spyrja menn sig þá eðlilega að því hvort málinu sé hreinlega lokið. „Nei,“ svarar Maren Albertsdóttir, lögmaður hjá Logos, sem fer með málið fyrir Búseta. „Það er bara langt í frá.“ Hvað Búseta varðar er stjórnsýsluleiðin fullreynd í bili en að sögn Marenar er í skoðun að fara dómstólaleiðina. Þar yrðu til skoðunar bæði þeir annmarkar sem hafa verið á ferlinu öllu og ákveðnir grenndarhagsmunir; það er að segja skerðing á réttindum íbúareigenda. Þá segir Maren koma til álita að höfða bótamál. „Aðalmálið er að láta á það reyna hvort mannvirkið getur staðið eins og það er en svo er hægt að skoða bótamál út af þessari skerðingu sem félagið og íbúar hafa orðið fyrir út af skipulaginu.“ Fjárhagslegir hagsmunir sem urðu til á meðal málið þvældist í kerfinu Það vekur athygli hversu einarðlega Reykjavíkurborg hafnar málflutningi Búseta fyrir úrskurðarnefndinni á sama tíma og kjörnir fulltrúar hafa viðurkennt að betur hefði mátt fara. Þetta segja lögmenn Búseta mikil vonbrigði fyrir íbúa Árskóga. Verið sé að senda þau skilaboð að framkvæmdaraðilar geti komist hjá því að fara að grundvallarkröfum laga og reglna í skjóli mistaka og annmarka af hálfu skipulagsyfirvalda. Úrskurðarnefndin um umhverfis- og auðlindamál tekur ekki afstöðu til þess hvort rekstur kjötvinnslu í húsinu samrýmist skipulagsáætlun en bendir á að hann geti ekki hafist fyrr en að úgefnu starfsleyfi. Þá gefist tækifæri til að skoða það hvort áformin samræmist landnotkun og þá sé það einnig álitamál hvort önnur starfsemi í húsinu samrýmist skilmálum skipulags, einkum varðandi verslun og þjónustu. Lögmenn Búseta benda á að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur hafi svæðið verið skilgreint sem miðsvæði fyrir verslun og þjónustu. Starfsemi kjötvinnslu og stórs vöruhúss falli ekki að þeirri skilgreiningu, líkt og Skipulagsstofnun hafi bent á í samskiptum sínum við borgaryfirvöld. Að sögn Marenar gætu dómsmál mögulega beinst gegn Reykjavíkurborga annars vegar og framkvæmdaaðilanum Álfabakka 2 hins vegar, vegna skerðingar á réttindum íbúa. Það vekur athygli að í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er meðal annars vísað til fjárhagslegra hagsmuna byggingaraðila, þar sem mannvirkið er nærri fullbyggt. Það er ein af forsendum þess að kröfum Búseta um niðurrif húsnæðisins er hafnað. Sú spurning vaknar því hvort málið hefði horft öðruvísi við ef Reykjavíkurborg hefði tekið undir kröfur Búseta á sínum tíma um að stöðva byggingu húsnæðisins á meðan málið væri leitt til lykta. „Þetta er það sem farið var fram á í nóvember 2024 en þá var ennþá verið að setja upp grindina á húsinu og bara heilmikið eftir. Enda núna komið ár þar sem framkvæmdir hafa staðið stanslaust yfir,“ segir Maren. „Þá var farið fram á það við Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir á meðan málið væri skoðað nánar. Því var bara ekki sinnt eða svarað.“ Enn uppi óvissa um kjötvinnsluna en breytingar á ytra byrðinu ekki síður mikilvægar „Þetta er eitt af því sem við erum bara mjög ósátt við,“ heldur Maren áfram. „Bæði tekur nefndin ekki til málsástæða sem við lögðum upp með og svo verður þetta aðalatriðið; hagsmunir framkvæmdaraðila sem urðu meðal annars til á þessu ári sem málið hefur verið tafið og dregið af hálfu borgarinnar. Aðrar skyldur hvíla á stjórnvöldum en einkaaðilum í samskiptum við borgarana. Stjórnvald á að leitast við að leiðrétta mistök ef þau koma upp. Og því hefur verið lýst yfir á opinberum vettvangi, bæði af hálfu kjörinna fulltrúa og annarra, að það hafi verið gerð ýmis mistök“ Þegar kom að kærumálinu þá hafi því hins vegar verið hafnað og borgin tekið alfarið undir málstað framkvæmdaaðila. Hvað varðar framhaldið bendir Maren á að mögulegt dómsmál af hálfu Búseta sé ekki það eina sem skapi óvissu, heldur einnig sú staðreynd að fyrirhuguð kjötvinnsla og önnur starfsemi eigi enn eftir að fara í gegnum leyfisferli. Líkt og fram komi í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, muni spurningar um rekstur kjövinnslu á þessum stað koma þar til álita. Starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu sé háð því að umrædd starfsemi sé í samræmi við skipulag. Starfsleyfið verði auglýst og þá verði einnig hægt að kæra leyfisveitinguna. Þá bendir hún á að það hafi ekki legið fyrir með skýrum hætti hvaða starfsemi var fyrirhuguð í mannvirkinu þegar leyfi voru upphaflega gefin út, sem sé til marks um þá annmarka sem hafi verið á málinu. Hvort að kjötvinnslan fer inn í húsið er hins vegar aðeins ein hlið á málinu, þar sem krafa Búseta fyrir hönd íbúa sinna snýst ekki síður um að húsnæðinu verði breytt, þannig að það skyggi ekki á íbúðirnar við Árskóga og dragi þannig úr lífsgæðum og verðmætum íbúa. „Dómsmálið er í skoðun til að fá fram breytingar á mannvirkinu,“ segir Maren. Vöruhúsið var í raun byggt fyrir Haga, sem hugðist taka það á leigu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að þeir treysti því að málið verði leyst, með niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir alla. „Við gerum ráð fyrir að eigendur Álfabakka 2 ehf. vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld og niðurstaða náist sem allir geti fellt sig við,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Haga, í samtali við fréttastofu í janúar síðastliðnum. Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Mikið hefur gengið á frá því að framkvæmdir hófust og menn gerðu sér grein fyrir því hvaða áhrif „græna gímaldið“ svokallaða myndi hafa á íbúa í nærliggjandi húsum. Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála segir í niðurstöðu sinni að svo virðist sem undirbúningi byggingaleyfis vöruskemmunnar hafi verið um margt áfátt og undir þetta hafa kjörnir fulltrúar tekið og lýst yfir vilja til þess að komast að lausn sem allir geti orðið sáttir um. Þrátt fyrir þetta hefur lítið borið á fregnum af viðræðum milli aðila og fátt verið um svör hjá borginni þegar eftir þeim hefur verið leitað. Nú þegar niðurstaða úrskurðarnefndarinnar liggur fyrir spyrja menn sig þá eðlilega að því hvort málinu sé hreinlega lokið. „Nei,“ svarar Maren Albertsdóttir, lögmaður hjá Logos, sem fer með málið fyrir Búseta. „Það er bara langt í frá.“ Hvað Búseta varðar er stjórnsýsluleiðin fullreynd í bili en að sögn Marenar er í skoðun að fara dómstólaleiðina. Þar yrðu til skoðunar bæði þeir annmarkar sem hafa verið á ferlinu öllu og ákveðnir grenndarhagsmunir; það er að segja skerðing á réttindum íbúareigenda. Þá segir Maren koma til álita að höfða bótamál. „Aðalmálið er að láta á það reyna hvort mannvirkið getur staðið eins og það er en svo er hægt að skoða bótamál út af þessari skerðingu sem félagið og íbúar hafa orðið fyrir út af skipulaginu.“ Fjárhagslegir hagsmunir sem urðu til á meðal málið þvældist í kerfinu Það vekur athygli hversu einarðlega Reykjavíkurborg hafnar málflutningi Búseta fyrir úrskurðarnefndinni á sama tíma og kjörnir fulltrúar hafa viðurkennt að betur hefði mátt fara. Þetta segja lögmenn Búseta mikil vonbrigði fyrir íbúa Árskóga. Verið sé að senda þau skilaboð að framkvæmdaraðilar geti komist hjá því að fara að grundvallarkröfum laga og reglna í skjóli mistaka og annmarka af hálfu skipulagsyfirvalda. Úrskurðarnefndin um umhverfis- og auðlindamál tekur ekki afstöðu til þess hvort rekstur kjötvinnslu í húsinu samrýmist skipulagsáætlun en bendir á að hann geti ekki hafist fyrr en að úgefnu starfsleyfi. Þá gefist tækifæri til að skoða það hvort áformin samræmist landnotkun og þá sé það einnig álitamál hvort önnur starfsemi í húsinu samrýmist skilmálum skipulags, einkum varðandi verslun og þjónustu. Lögmenn Búseta benda á að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur hafi svæðið verið skilgreint sem miðsvæði fyrir verslun og þjónustu. Starfsemi kjötvinnslu og stórs vöruhúss falli ekki að þeirri skilgreiningu, líkt og Skipulagsstofnun hafi bent á í samskiptum sínum við borgaryfirvöld. Að sögn Marenar gætu dómsmál mögulega beinst gegn Reykjavíkurborga annars vegar og framkvæmdaaðilanum Álfabakka 2 hins vegar, vegna skerðingar á réttindum íbúa. Það vekur athygli að í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er meðal annars vísað til fjárhagslegra hagsmuna byggingaraðila, þar sem mannvirkið er nærri fullbyggt. Það er ein af forsendum þess að kröfum Búseta um niðurrif húsnæðisins er hafnað. Sú spurning vaknar því hvort málið hefði horft öðruvísi við ef Reykjavíkurborg hefði tekið undir kröfur Búseta á sínum tíma um að stöðva byggingu húsnæðisins á meðan málið væri leitt til lykta. „Þetta er það sem farið var fram á í nóvember 2024 en þá var ennþá verið að setja upp grindina á húsinu og bara heilmikið eftir. Enda núna komið ár þar sem framkvæmdir hafa staðið stanslaust yfir,“ segir Maren. „Þá var farið fram á það við Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir á meðan málið væri skoðað nánar. Því var bara ekki sinnt eða svarað.“ Enn uppi óvissa um kjötvinnsluna en breytingar á ytra byrðinu ekki síður mikilvægar „Þetta er eitt af því sem við erum bara mjög ósátt við,“ heldur Maren áfram. „Bæði tekur nefndin ekki til málsástæða sem við lögðum upp með og svo verður þetta aðalatriðið; hagsmunir framkvæmdaraðila sem urðu meðal annars til á þessu ári sem málið hefur verið tafið og dregið af hálfu borgarinnar. Aðrar skyldur hvíla á stjórnvöldum en einkaaðilum í samskiptum við borgarana. Stjórnvald á að leitast við að leiðrétta mistök ef þau koma upp. Og því hefur verið lýst yfir á opinberum vettvangi, bæði af hálfu kjörinna fulltrúa og annarra, að það hafi verið gerð ýmis mistök“ Þegar kom að kærumálinu þá hafi því hins vegar verið hafnað og borgin tekið alfarið undir málstað framkvæmdaaðila. Hvað varðar framhaldið bendir Maren á að mögulegt dómsmál af hálfu Búseta sé ekki það eina sem skapi óvissu, heldur einnig sú staðreynd að fyrirhuguð kjötvinnsla og önnur starfsemi eigi enn eftir að fara í gegnum leyfisferli. Líkt og fram komi í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, muni spurningar um rekstur kjövinnslu á þessum stað koma þar til álita. Starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu sé háð því að umrædd starfsemi sé í samræmi við skipulag. Starfsleyfið verði auglýst og þá verði einnig hægt að kæra leyfisveitinguna. Þá bendir hún á að það hafi ekki legið fyrir með skýrum hætti hvaða starfsemi var fyrirhuguð í mannvirkinu þegar leyfi voru upphaflega gefin út, sem sé til marks um þá annmarka sem hafi verið á málinu. Hvort að kjötvinnslan fer inn í húsið er hins vegar aðeins ein hlið á málinu, þar sem krafa Búseta fyrir hönd íbúa sinna snýst ekki síður um að húsnæðinu verði breytt, þannig að það skyggi ekki á íbúðirnar við Árskóga og dragi þannig úr lífsgæðum og verðmætum íbúa. „Dómsmálið er í skoðun til að fá fram breytingar á mannvirkinu,“ segir Maren. Vöruhúsið var í raun byggt fyrir Haga, sem hugðist taka það á leigu. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lýst því yfir að þeir treysti því að málið verði leyst, með niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir alla. „Við gerum ráð fyrir að eigendur Álfabakka 2 ehf. vinni að úrlausn málsins í samvinnu við skipulagsyfirvöld og niðurstaða náist sem allir geti fellt sig við,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Haga, í samtali við fréttastofu í janúar síðastliðnum.
Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira