Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. Aðsent Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins. Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins.
Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15