Vígdís kallaði Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 17:26 Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira