Það hafa verið mikil meiðsli í herbúðum Manchester City á leiktíðinni en liðið er ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Þrátt fyrir það ætlar Spánverjinn að halda peningunum þétt að sér í janúarglugganum og sér ekki fram á að kaupa neinn leikmann.
„Ég vil ekki neinn leikmann í janúar. Ef við náðum ekki að kaupa þá í sumar þá gerum við það ekki í janúar,“ sagði Guardiola.
Pep Guardiola believes Man City's squad will need regenerating next summer following the departures of Vincent Kompany and David Silva, but the Spaniard has ruled out signing new players in January.
— Bolarinwa Olajide (@iambolar) December 3, 2019
„Ef það myndi bjóðast gott tækifæri í janúar, leikmaður sem gæti verið hér í fjögur, fimm eða sex ár þá myndum við íhuga það en það er ekki hægt. Leikmennirnir sem myndu bæta okkar hóp eru ekki til sölu.“
Englandsmeistararnir mæta Burnley á útivelli í kvöld og mega ekki við að misstíga sig. Flautað verður til leiks klukkan 20.15.
Pep Guardiola has ruled out signing any new players in January.
https://t.co/bUWVkQKjbD#bbcfootballpic.twitter.com/9YictwmvL0
— BBC Sport (@BBCSport) December 3, 2019