Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 17:02 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira