Líkir gagnrýni á Liverpool liðið í dag við fræga gagnrýni á „Hvítu plötu“ Bítlanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Til vinstri John Lennon og Paul McCartney en til hægri sést þegar Jürgen Klopp tók Mohamed Salah af velli um helgina. Samsett/Getty Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira