Vill vita hvort kafbátaleitarflugvélar hafi stuðlað að metári í hvalreka Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2019 12:18 Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“ Dýr Varnarmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“
Dýr Varnarmál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira