Karlmaður um fimmtugt, sem grunaður er um aðkomu að andláti manns sem féll fram af svölum við Skyggnisbraut í Grafarholti þann 8. desember, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í tíu daga á grundvelli rannsóknarhagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur í dag á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæslu.
Karlmaðurinn sem lést var á sextugsaldri. Upphaflega voru fimm handteknir í rannsókn lögreglu á málinu en aðeins farið fram á gæsluvarðhald yfir einum.