Manchester City menn öskureiðir vegna baktjaldamakks Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 09:00 Mikel Arteta við hlið Pep Guardiola á varamannabekk Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11). Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Mikel Arteta var á varamannabekk Manchester City í gær þegar liðið sló Oxford United út enska deildabikarnum en á sama tíma voru lögfræðingar hans sagðir vera að ganga frá nýjum samningi við Arsenal. Forráðamenn Manchester City eru víst allt annað en sáttir með það. Guardian segir frá þessari reiði Manchester City manna sem vilja þó ekki standa í vegi fyrir að Mikel Arteta fá þetta stóra tækifæri. Arsenal á hins vegar eftir að ganga frá „kaupum“ á Mikel Arteta sem er enn starfsmaður Manchester City. Framganga lögfræðinganna og þetta baktjaldamakk Arsenal hefur vakið upp mikla reiði hjá Manchester City. Manchester City furious as Mikel Arteta holds final talks over Arsenal job @FabrizioRomanohttps://t.co/egGpG04bWi— Guardian sport (@guardian_sport) December 18, 2019 „Það kemur mikið á óvart að heyra af því að Arsenal sé með plön um að kynna okkar þjálfara sem þeirra nýja knattspyrnustjóra á föstudaginn vegna þess að þeir hafa ekkert haft samnband við okkar félag,“ hefur Fabrizio Romano, blaðamaður Guardian, eftir heimildarmanni sínum hjá Manchester City. Pep Guardiola neitaði að ræða framtíð Mikel Arteta eftir sigurinn á Oxford United í gærkvöldi. „Ég mun svara þegar það eru einhverjar fréttir en það eru engar fréttir af þessu máli,“ sagði Pep Guardiola. Manchester City are yet to agree compensation with Arsenal for Mikel Arteta. They are also not happy with Arsenal's conduct. More: https://t.co/lT6QtRZBVl#bbcfootball#MCFC#Arsenalpic.twitter.com/rpLRAxLKnw— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2019 Arsène Wenger styður þessa ráðningu Arsenal á Mikel Arteta en ráðleggur honum að velja teymið sitt vel. „Ég trúi því að Arteta eigi frábæra framtíð í þessu starfi. Hann hefur þegar lært mikið sem aðstoðarmaður Guardiola en hann þarf bæði meiri reynslu og að velja mennina vel í kringum sig,“ sagði Arsène Wenger. Mikel Arteta er 37 ára gamall og hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola frá árinu 2016. Arteta lék síðustu fimm ár ferilsins hjá Arsenal eða frá 2011 til 2016 en þar áður var hann hjá Evertin í sex ár (2005-11).
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira