Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 18:23 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“ Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26