Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun nauðsynlegt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2019 13:35 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Vísir/Baldur Hrafnkell Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Sérstakt úrræði fyrir fanga með þroskahömlun er nauðsynlegt, sérstaklega þegar fangar eru það veikir að þeir skilja ekki hvers vegna þeir sitja inni. Þetta segir forstjóri fangelsismálastofnunar. Staðan sé erfið í dag en málin horfi þó til betri vegar því vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið í samfélaginu og hjá stjórnmálastéttinni.Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá því að fangi með þroskahömlum hefði verið fluttur á spítala eftir að hann veitti sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að geðlæknir hefði metið hann þroskahamlaðan. Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig um einstök mál en fékkst til þess að leggja mat á stöðuna í heild. „Ég hef áhyggjur af málefnum þessa hóps og við höfum nefnt hversu slæm staðan er í býsna langan tíma en það sem við sjáum hins vegar núna er algjör hugarfarsbreyting hjá stjórnvöldum. Ráðherra dómsmála, heilbrigðismála og félagsmála eru öll að vinna í því að gera starfsumhverfi okkar betra og tryggja öryggi og vellíðan þessa hóps betur en áður. Það sjáum við mjög ákveðið með þessu geðheilsuteymi sem tekur til starfa núna um næst áramót. Teymið mun meta alla fanga og fylgja þeim eftir í þeirra afplánun. Það mun jafnframt aðstoða okkar starfsfólk og ef ástæða þykir til að þá hefur þetta teymi tengingar út í samfélagið til þess að sinna þessum einstaklingum utan fangelsa og vista utan fangelsa ef ástæða þykir til. Framundan er meiri menntun fyrir fangaverði þannig að þeir séu betur í stakk búnir að sinna veikari föngum þannig að við erum á ákveðnum tímamótum sem ég hlakka til að sjá hvernig vindur fram en það er alveg ljóst að stjörnvöld eru að bera sína ábyrgð og vinna býsna gott starf núna“ Páll segir að vitundarvakning gagnvart föngum hafi orðið hjá stjórnmálastéttinni og ekki síður í samfélaginu í heild. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að staðan væri afar slæm hjá föngum með þroskahömlun.Vísir/Stöð 2 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan sé slæm hjá þessum hópi og kallaði eftir því að sérstakt úrræði yrði sett á fót fyrir sakhæft fatlað fólk. „Ég er sammála henni í því. Það er hins vegar matsatriði hvenær refsing í fangelsi skilar árangri og hvenær ekki. Það er alveg ljóst að menn geta veikst meira í fangelsi, það er álag að vera í fangelsi og það ýtir undir andleg veikindi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að einstaklingar sem eru það veikir að þeir skilji ekki tilgang fangelsunar að þeir fái inni í öðru úrræði og ég bind vonir við að það verði til staðar innan ekki langs tíma. Mörk milli sakhæfis og ósakhæfis eru óskýr og menn geta farið inn og út á því sviði; verið sakhæfir á ákveðnum tíma og ósakhæfir á öðrum tíma og þá verður svona úrræði að vera til staðar og ég er nokkuð viss um að þannig verður þetta eftir ekki langan tíma,“ segir Páll sem bætir við. „En á meðan eru þeir í fangelsi og á meðan er staðan þeirra erfið og staða míns starfsfólks líka erfið því það er mikið álag að sinna svona veikum einstaklingum.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44 Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59 Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Geðlæknir starfandi við fangelsin í fyrsta sinn í langan tíma Fangar hafa framvegis aðgengi að geðlækni þegar á þarf að halda ólíkt því sem verið hefur hingað til. Ráðist á í sérstakt átak til að stórefla geðheilbrigðisþjónustu við fanga. 5. desember 2019 13:44
Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. 5. desember 2019 10:59
Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. 17. desember 2019 18:45