Sögulegt á HM í pílu: „Ég er búin að sanna það að við konur getum unnið karlana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 08:30 Fallon Sherrock eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Davidson Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019 Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019
Pílukast Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira