Segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:16 Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira