Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:19 Ólafía Kristín Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa, hefur verið starfandi lögreglumaður síðan 1. febrúar síðastliðinn. Hún fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. Facebook Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“ Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða.Vísir greindi frá því í gær að Ólafíu Kristínu Norðfjörð, sem hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn, hefði verið synjað um inngöngu í starfsnám við H.A. vegna kvíðalyfja. Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar (MLS), sem hefur umsjón með lögreglufræðanáminu, segir stofnunina fara að lögreglulögum. „Landssamtökin Geðhjálp vilja árétta að það að leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana á og má aldrei vera notað gegn fólki. Fordómar og mismunun gegn fólki með geðrænan vanda hafa lengi verið ríkjandi í samfélaginu en nú þegar 21. öldin er löngu gengin í garð eigum við ekki að umbera slíkt.“ Geðhjálp hvetur alla aðila, opinbera sem og aðra til að virða rétt alls geðnæms fólks og til að fylgja viðleitni samfélagsins sem endurspeglast í ótal samþykktum, sáttmálum, lögum og reglum og að láta af allri mismunun í garð fólks sem býr við hvers konar frávik „frá hinu síflöktandi normi“. Í yfirlýsingunni segir að það sé ávallt fagnaðarefni þegar einstaklingar sem glíma við geðrænar áskoranir leita sér hjálpar. „En að sama skapi eru það vonbrogði þegar opinberir aðilar bregðast við með þeim hætti sem Háskólinn á Akureyri gerir í þessu máli. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.“
Akureyri Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37 HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Skilyrðum breytt og á annað hundrað nemendur útilokaðir frá námi um áramót Allt stefnir í að á annað hundrað manns í diplómanámi í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri fái ekki áframhaldandi skólavist um áramótin eins og þau töldu sig eiga rétt á þegar þau skráðu sig í námið. 11. október 2019 11:37
HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. 11. október 2019 17:31