Mýsnar leika sér meðan jólakötturinn Vigdís er höfð í fríi Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 15:49 Nú blasir við að borgarfulltrúar eru að fara í mánaðarlangt jólafrí. Vigdísi þykir það heldur vel í lagt. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira