Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 14:37 Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira