Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2019 19:30 Ólafur Valsson, dýralæknir og landeigandi í Öxnadal. Vísir Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. Málið snúist ekki um útsýni úr sumarbústaðnum hans, heldur verndun lands. Blöndulína 3 er háspennulína sem liggja á 100 km leið frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Á hún að fara um Skagafjörð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadal. Forstjóri Landsnets sagði í fréttum í gær að verði hún að veruleika myndi hún auka raforkuöryggi á Norðurlandi. Hefur línan mætt mikilli andstöðu frá árinu 2008, þar á meðal frá hjónunum Ólafi Valssyni dýralækni og Sif Konráðsdóttur lögfræðingi sem eiga land í Öxnadal sem Blöndulína 3 á að fara í gegnum. Þau gerðu athugasemdir við umhverfismat línunnar. „Við höfum vissulega gagnrýnt hvernig staðið var að umhverfismati á Blöndulínu 3. Þar var allt í molum og fullt af staðreyndavillum hjá Landsneti. Við gerðum athugasemdir við það, sem voru teknar til greina sem gerði það að verkum að Landsnet var gert afturreka með umhverfismatið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Kynnti sér flutningskerfi Frakka Hjónin hafa lagt til að lagður yrði jarðstrengur um jörðina. Landsnet var andsnúið því og bar við að kostnaðurinn væri margfalt hærri. Ólafur kynnti sér hvernig Frakkar haga sínum flutningskerfi. „Í upphafi þegar við fórum að skoða þetta, hélt Landsnet því fram að það væri margfaldur kostnaður af því að leggja jarðstreng. Það reyndist ekki rétt og það gátum við hrakið. Við fórum fjögur til Parísar og kynntum okkur hvernig franska flutningskerfið gerir hlutina. Þar kom í ljós að þeirra kostnaður var sá sami á 220 kílóvoltum í lofti og í jörðu. Þeir voru því hraktir til baka með þessa sína aðalsástæðu fyrir því að leggja ekki jarðstrengi. Síðan þegar þeir voru hraktir til baka með umhverfismatið, það liðu mörg ár þar til þeir fóru að velta því fyrir sér upp á nýtt. Þeir eru rétt að fara af stað með það núna, sjö árum síðar.“ Vill vernda landið fyrir komandi kynslóðir Hann vísar því á bug að hann sé einungis að vernda útsýnið úr sumarbústaðnum sínum. „Mér finnst þetta ansi ómálefnaleg umræða og segir meira um þann sem lætur þau út úr sér en nokkurn annan. Sá sem segir mér svona er að gera mér upp skoðanir. Án þess að spyrja mig að því hverjar skoðanir mínar og ástæður eru fyrir því að vilja vernda þetta land eins og það er,“ segir Ólafur. „Tilfellið er að þetta land er á náttúruminjaskrá. Þar sem var búið að teikna línuna yfir er meira en tuttugu hektarar votlendi sem er friðað samkvæmt lögum. Þetta fer yfir foss sem nýtur verndar samkvæmt lögum. Það var ekki minnst á þetta í þessu umhverfismati. Þetta svæði ætti að friða samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ein af þessum fórnu eldstöðvum er á þessu landi. Það er svo margt sem segir að vernda eigi þetta fyrir komandi kynslóðir. Það er ástæðan, ekki það hvort ég eigi sumarbústað eða ekki. Ég hafna svona ómálefnalegum málflutningi“ Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sem heimilar lagningu Blöndulínu 3. Þar mun línan liggja um jörð í Héraðsdal sem eru í eigu Gunnars B. Dungal. Sá hefur kært ákvörðun sveitarfélagsins og ber við að lega línunnar myndi spilla útsýni.Í dag kom út skýrsla dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Atvinnuvegaráðuneytið og umhverfisráðuneytið kölluðu eftir þessari úttekt og var dr. Hjörtur fenginn sem óháður sérfróður aðili til að vinna hana. Helsta niðurstaða Hjartar er sú að mjög hátt tæknilegt flækjustig sé vegna notkunar jarðstrengja á megin flutningskerfinu, sem oft er kallað Byggðalínan. Jarðstrengjum fylgi minni áreiðanleiki og aukinn viðhaldstími að mati Hjartar og þá sé nánast enginn sveigjanleiki fyrir frekari tengingum eða breytingum. Hörgársveit Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. Málið snúist ekki um útsýni úr sumarbústaðnum hans, heldur verndun lands. Blöndulína 3 er háspennulína sem liggja á 100 km leið frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Á hún að fara um Skagafjörð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadal. Forstjóri Landsnets sagði í fréttum í gær að verði hún að veruleika myndi hún auka raforkuöryggi á Norðurlandi. Hefur línan mætt mikilli andstöðu frá árinu 2008, þar á meðal frá hjónunum Ólafi Valssyni dýralækni og Sif Konráðsdóttur lögfræðingi sem eiga land í Öxnadal sem Blöndulína 3 á að fara í gegnum. Þau gerðu athugasemdir við umhverfismat línunnar. „Við höfum vissulega gagnrýnt hvernig staðið var að umhverfismati á Blöndulínu 3. Þar var allt í molum og fullt af staðreyndavillum hjá Landsneti. Við gerðum athugasemdir við það, sem voru teknar til greina sem gerði það að verkum að Landsnet var gert afturreka með umhverfismatið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Kynnti sér flutningskerfi Frakka Hjónin hafa lagt til að lagður yrði jarðstrengur um jörðina. Landsnet var andsnúið því og bar við að kostnaðurinn væri margfalt hærri. Ólafur kynnti sér hvernig Frakkar haga sínum flutningskerfi. „Í upphafi þegar við fórum að skoða þetta, hélt Landsnet því fram að það væri margfaldur kostnaður af því að leggja jarðstreng. Það reyndist ekki rétt og það gátum við hrakið. Við fórum fjögur til Parísar og kynntum okkur hvernig franska flutningskerfið gerir hlutina. Þar kom í ljós að þeirra kostnaður var sá sami á 220 kílóvoltum í lofti og í jörðu. Þeir voru því hraktir til baka með þessa sína aðalsástæðu fyrir því að leggja ekki jarðstrengi. Síðan þegar þeir voru hraktir til baka með umhverfismatið, það liðu mörg ár þar til þeir fóru að velta því fyrir sér upp á nýtt. Þeir eru rétt að fara af stað með það núna, sjö árum síðar.“ Vill vernda landið fyrir komandi kynslóðir Hann vísar því á bug að hann sé einungis að vernda útsýnið úr sumarbústaðnum sínum. „Mér finnst þetta ansi ómálefnaleg umræða og segir meira um þann sem lætur þau út úr sér en nokkurn annan. Sá sem segir mér svona er að gera mér upp skoðanir. Án þess að spyrja mig að því hverjar skoðanir mínar og ástæður eru fyrir því að vilja vernda þetta land eins og það er,“ segir Ólafur. „Tilfellið er að þetta land er á náttúruminjaskrá. Þar sem var búið að teikna línuna yfir er meira en tuttugu hektarar votlendi sem er friðað samkvæmt lögum. Þetta fer yfir foss sem nýtur verndar samkvæmt lögum. Það var ekki minnst á þetta í þessu umhverfismati. Þetta svæði ætti að friða samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ein af þessum fórnu eldstöðvum er á þessu landi. Það er svo margt sem segir að vernda eigi þetta fyrir komandi kynslóðir. Það er ástæðan, ekki það hvort ég eigi sumarbústað eða ekki. Ég hafna svona ómálefnalegum málflutningi“ Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sem heimilar lagningu Blöndulínu 3. Þar mun línan liggja um jörð í Héraðsdal sem eru í eigu Gunnars B. Dungal. Sá hefur kært ákvörðun sveitarfélagsins og ber við að lega línunnar myndi spilla útsýni.Í dag kom út skýrsla dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Atvinnuvegaráðuneytið og umhverfisráðuneytið kölluðu eftir þessari úttekt og var dr. Hjörtur fenginn sem óháður sérfróður aðili til að vinna hana. Helsta niðurstaða Hjartar er sú að mjög hátt tæknilegt flækjustig sé vegna notkunar jarðstrengja á megin flutningskerfinu, sem oft er kallað Byggðalínan. Jarðstrengjum fylgi minni áreiðanleiki og aukinn viðhaldstími að mati Hjartar og þá sé nánast enginn sveigjanleiki fyrir frekari tengingum eða breytingum.
Hörgársveit Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43