LeBron James bauð upp á tilþrifapakka og smá skot á „ungu“ strákana eftir sjöunda sigur Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 07:30 LeBron James var frábær í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019 NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira