Mikil átök milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 23:07 Frá átökunum í Beirút í kvöld. AP/Hussein Malla Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019 Líbanon Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019
Líbanon Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira