Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 20:45 Jólaföndur dagsins 14.desember. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00