Fréttastofa í Rúmeníu fjallar um aðbúnað verkamanna á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2019 15:39 Helgi Seljan uppfræddi rúmensku sjónvarpsmennina um hvernig búið væri að erlendu verkafólki á Íslandi. Tveir sjónvarpsfréttamenn frá rúmönsku sjónvarpsstöðinni Pro Tv fóru af landi brott í dag. Þeir höfðu þá dvalið hér í um viku við að safna efni í viðamikla umfjöllun um aðbúnað rúmanskra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem þeir ræddu sérstaklega við eru Drífa Snædal forseta ASÍ og Helga Seljan sjónvarpsmann. Rúmenskir verkamenn telja sig illa svikna „Já, þeir ætla að vera með fréttaskýringar um ástandið á Íslandi,“ segir Helgi aðspurður um hvaða erindi þeir hafi verið að reka hér á landi. Fyrir um ári fjallaði Helgi Seljan í afhjúpandi Kveiksþætti um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi sem töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigum á Íslandi. Því var það svo að rúmönsku sjónvarpsmennirnir töluðu við Helga. Rúmenskur verkamaður á Íslandi. Rúmenar hafa bundist samtökum í landi sínu og leita réttar síns, en þeir telja sig illa svikna í samskiptum við starfsmannaleigur.visir/sigurjón „Þetta kom mér á óvart, því um er að ræða stærstu sjónvarpsstöð í Rúmeníu, að þeir meti það svo að fram séu komnar svo margar frásagnir frá rúmenskum verkamm0nnum sem hafa orðið undir á íslenskum vinnumarkaði að vert væri að gera sér sérstaka ferð til að ræða við bæði Rúmena sem eru hérna ennþá og svo til að kynna sér þessa sögu,“ segir Helgi. Höldum alltaf að við séum betri en aðrir Hann segir þeir Rúmenar sem hér hafa verið við störf hafi bundist sérstökum samtökum. „Já, eftir að þeir fóru heim. Þeir vilja sækja rétt sinn. Margir þeirra eiga óuppgerð laun og telja sig illa svikna. Þeir hafa verið að leita réttar síns meðal annars í gegnum sendiherra Rúmeníu á Íslandi og svo hafa þeir leitað á náðir Evrópuþingsins. Það vakti athygli þessarar fjölmiðlamanna sem komu hér og voru í viku að vinna að þessari fréttaskýringu.“ Helgi Seljan segir það alltaf koma jafn flatt uppá Íslendinga þegar orðsporið bíður hnekki á erlendri grundu. Helgi segir það athyglisvert að alltaf skuli það koma Íslendingum jafn mikið á óvart þegar orðspori lands og þjóðar sé í háska á erlendum vettvangi. „Alltaf jafn sjokkerandi. Hér sitjum við og látum eins og við séum alltaf aðeins skárri en hinir. Búum við þann furðulega barómeter. Þó erum við alltaf að reka okkur á að kannski erum við það ekkert alltaf.“ Þekkt fólk í þjónustu Eldum rétt Þessu tengt þá hefur Efling nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu og birt á heimasíðu sinni þar sem fullyrt er að Eldum rétt hafi sagt ósatt um viðskipti sín við starfsmannaleigu. Sólveig Anna Jónsdóttir. Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma meðal annars þekkta einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum svo sem Ilmi Kristjánsdóttur, MC Gauta og Sölku Sól fyrir að reka erindi Eldum rétt.visir/vilhelm Þar er fullyrt að þjónustukaup Eldum rétt af „hinni alræmdu starfsmannaleigu Menn í vinnu voru margfalt umfangsmeiri en framkvæmdastjóri hefur fullyrt.“ Þar segir jafnframt að starfsmannaleigan hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir mansal og fleiri gróf brot. „Eldum rétt neitar enn, eitt notendafyrirtækja, að rétta hlut rúmenskra verkamanna sem þjónustuðu fyrirtækið á sama tíma og þeir urðu fyrir grófum réttindabrotum.“ Í yfirlýsingu Eflingar, sem er afdráttarlaus, segir fremur nöturlega meðal annars: „Eldum rétt rekur nú auglýsingaherferð með þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, þar á meðal Emmsjé Gauta, Sölku Sól og Ilmi Kristjánsdóttur.“ Dómsmál Fjölmiðlar Kjaramál Rúmenía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28 ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20 Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30 Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Tveir sjónvarpsfréttamenn frá rúmönsku sjónvarpsstöðinni Pro Tv fóru af landi brott í dag. Þeir höfðu þá dvalið hér í um viku við að safna efni í viðamikla umfjöllun um aðbúnað rúmanskra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem þeir ræddu sérstaklega við eru Drífa Snædal forseta ASÍ og Helga Seljan sjónvarpsmann. Rúmenskir verkamenn telja sig illa svikna „Já, þeir ætla að vera með fréttaskýringar um ástandið á Íslandi,“ segir Helgi aðspurður um hvaða erindi þeir hafi verið að reka hér á landi. Fyrir um ári fjallaði Helgi Seljan í afhjúpandi Kveiksþætti um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi sem töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigum á Íslandi. Því var það svo að rúmönsku sjónvarpsmennirnir töluðu við Helga. Rúmenskur verkamaður á Íslandi. Rúmenar hafa bundist samtökum í landi sínu og leita réttar síns, en þeir telja sig illa svikna í samskiptum við starfsmannaleigur.visir/sigurjón „Þetta kom mér á óvart, því um er að ræða stærstu sjónvarpsstöð í Rúmeníu, að þeir meti það svo að fram séu komnar svo margar frásagnir frá rúmenskum verkamm0nnum sem hafa orðið undir á íslenskum vinnumarkaði að vert væri að gera sér sérstaka ferð til að ræða við bæði Rúmena sem eru hérna ennþá og svo til að kynna sér þessa sögu,“ segir Helgi. Höldum alltaf að við séum betri en aðrir Hann segir þeir Rúmenar sem hér hafa verið við störf hafi bundist sérstökum samtökum. „Já, eftir að þeir fóru heim. Þeir vilja sækja rétt sinn. Margir þeirra eiga óuppgerð laun og telja sig illa svikna. Þeir hafa verið að leita réttar síns meðal annars í gegnum sendiherra Rúmeníu á Íslandi og svo hafa þeir leitað á náðir Evrópuþingsins. Það vakti athygli þessarar fjölmiðlamanna sem komu hér og voru í viku að vinna að þessari fréttaskýringu.“ Helgi Seljan segir það alltaf koma jafn flatt uppá Íslendinga þegar orðsporið bíður hnekki á erlendri grundu. Helgi segir það athyglisvert að alltaf skuli það koma Íslendingum jafn mikið á óvart þegar orðspori lands og þjóðar sé í háska á erlendum vettvangi. „Alltaf jafn sjokkerandi. Hér sitjum við og látum eins og við séum alltaf aðeins skárri en hinir. Búum við þann furðulega barómeter. Þó erum við alltaf að reka okkur á að kannski erum við það ekkert alltaf.“ Þekkt fólk í þjónustu Eldum rétt Þessu tengt þá hefur Efling nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu og birt á heimasíðu sinni þar sem fullyrt er að Eldum rétt hafi sagt ósatt um viðskipti sín við starfsmannaleigu. Sólveig Anna Jónsdóttir. Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma meðal annars þekkta einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum svo sem Ilmi Kristjánsdóttur, MC Gauta og Sölku Sól fyrir að reka erindi Eldum rétt.visir/vilhelm Þar er fullyrt að þjónustukaup Eldum rétt af „hinni alræmdu starfsmannaleigu Menn í vinnu voru margfalt umfangsmeiri en framkvæmdastjóri hefur fullyrt.“ Þar segir jafnframt að starfsmannaleigan hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir mansal og fleiri gróf brot. „Eldum rétt neitar enn, eitt notendafyrirtækja, að rétta hlut rúmenskra verkamanna sem þjónustuðu fyrirtækið á sama tíma og þeir urðu fyrir grófum réttindabrotum.“ Í yfirlýsingu Eflingar, sem er afdráttarlaus, segir fremur nöturlega meðal annars: „Eldum rétt rekur nú auglýsingaherferð með þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, þar á meðal Emmsjé Gauta, Sölku Sól og Ilmi Kristjánsdóttur.“
Dómsmál Fjölmiðlar Kjaramál Rúmenía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28 ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20 Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30 Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28
ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30
Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30