Allir stjórnarandstöðuflokkar fá mál á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2019 13:46 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín. Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Sjá meira
Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist af samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. Meðal þess sem felst í samkomulaginu er að strax eftir áramót verði farið í frekari viðræður um þingmannamál og framgang þeirra á þinginu. Þingflokksformenn stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa fundað reglulega undanfarna daga til að reyna að komist af samkomulagi um þinglok en nú hafa flokkarnir loks komist að samkomulagi. „Það var að mestu leyti í höfn undir miðnætti í gærkvöldi en var svo klárað endanlega á fundi með forseta núna í morgun,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.Sjá einnig: Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Samkvæmt starfsáætlun átti síðasti þingfundur fyrir jól að vera í dag en ákveðið hefur verið að funda einnig eitthvað fram í næstu viku. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist bjartsýnn á að hægt verði að klára fljótlega eftir helgi. „Við erum að vona að við klárum á þriðjudaginn. Það er svolítil vinna eftir þrátt fyrir að samkomulagið hafi náðst og þarna eru inni mál auðvitað sem krefjast einhverjar umræðu fyrir utan þau mál sem á að klára núna í þessari jólavertíð,“ segir Birgir. Meðal annars er gert ráð fyrir að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá og mælt fyrir því fyrir jól samkvæmt samkomulaginu. Fyrir liggur þó að frumvarpið mun ekki fara í gegnum allar þrjár umræður svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. „Síðan er verið að klára mikilvæg stjórnarmál, það er að segja dagsetningarmál ákveðin og það eru mál sem tengjast kjarasamningunum síðan í vor. Svo eru einhver mál sem eru að koma til fyrstu umræðu, samanber fjölmiðlamálið og annað sem verður bara rætt í þaula hér eftir helgi en kláruð fyrsta umræða fyrir þingfrestun,“ segir Hanna Katrín. Hver stjórnarandstöðuþingflokkur fær eitt af sínum málum á dagskrá fyrir jólahlé eins og áður segir. „Svona í meginatriðum verða afgreidd stjórnarfrumvörp sem er mikilvægt er að taki gildi um áramótin eða hafa tengingu við lífskjarasamningana eða eru tilbúin að öðru leyti að þau verði kláruð hérna. Síðan tökum við hérna inn í þingsal til afgreiðslu nokkur mál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og þau fá þá sína umræðu hérna en geta auðvitað verið ágreiningsmál þannig að það felst ekki í því að okkar hálfu nein skuldbinding um að styðja þau,“ segir Birgir. Hanna Katrín segir mörg stjórnarmál hafa komið seint inn til þingsins og þingmannamálin hafi borið uppi dagskrá þingsins lengi framan af hausti. „Það sem er kannski sérstakt í þessu líka er að við náðum að frumkvæði þessara fimm stjórnarandstöðuflokka, samkomulagi við stjórnarflokkana, eða þingflokksformenn, að við myndum í upphafi nýs árs vera með ákveðið vinnuferli í gangi til að vinna áfram þingmannamál. Það eru svolítið stórar fréttir ef okkur tekst að koma því í eitthvað viðunandi ferli,“ segir Hanna Katrín.
Alþingi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Sjá meira