Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 20:21 Frá fundi þjóðaröyrggisráðs í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Víða hefur verið rafmagnslaust í lengri tíma á Norðurlandi með tilheyrandi vandræðum fyrir samfélagið. Hefur fólk til að mynda þurft að fara af heimilum sínum vegna kulda og leita skjóls hjá ættingjum eða í fjöldahjálparstöðvum sem Rauði krossinn opnaði í gær, annars vegar á Dalvík og hins vegar á Hvammstanga. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komið hafa upp vegna veðursins var þjóðaröryggisráð kallað saman í dag. Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum. Auk þeirra var fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um allt land, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún kvaðst hafa byrjað daginn í dag á því að heyra í fólki fyrir norðan, bæði sveitarstjórnarfólki sem og íbúum. „Þetta er auðvitað þung og erfið staða fyrir fólk því það sem við erum að tala um hér er í raun og veru mjög yfirgripsmikið rafmagnsleysi sem sömuleiðis er langvarandi með þeim hætti að við höfum ekki séð annað eins hin síðari ár,“ sagði Katrín. Þá benti hún á það hversu mjög samfélagið hefur breyst á þann veg að við erum miklu háðari rafmagni en áður var, til dæmis þegar kemur að fjarskiptum. „Þannig að það má segja að þetta hafi enn þá meiri áhrif en ella. Veðrið var auðvitað mjög slæmt og afleiðingarnar líka eftir því en ég vil líka segja það að við erum í miðri á. Viðbragðsaðilar fyrir norðan eru á fullu að störfum enn þá við að koma á rafmagni í gegnum varaaflsstöðvar. Það var verið að fljúga bæði tækjum, búnaði og mannskap norður til þess að koma rafmagni á ýmsa þéttbýlisstaði.“ Þá séu viðbragðsaðilar að setja sig í sambandi við fólk sem er enn án rafmagns til þess að kanna stöðuna. „Og það verður áfram haldið að vinna af kappi. Ég get sagt það að viðbragðsaðilar hafa svo sannarlega ekki unnt sér hvíldar undanfarna daga við að koma málum í rétt horf,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Staða mála verður svo rædd frekar á ríkisstjórnarfundi á morgun þar sem farið verður yfir nauðsynlegar aðgerðir, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Þá verður einnig skipaður sérstakur starfshópur um raforkuinnviði en að því er segir í frétt mbl á hópurinn að fara yfir og forgangsraða þeim aðgerðum sem ráðast þarf í svo koma megi í veg fyrir að að viðlíka rafmagnsleysi geti endurtekið sig. Óveður 10. og 11. desember 2019 Stjórnsýsla Veður Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Víða hefur verið rafmagnslaust í lengri tíma á Norðurlandi með tilheyrandi vandræðum fyrir samfélagið. Hefur fólk til að mynda þurft að fara af heimilum sínum vegna kulda og leita skjóls hjá ættingjum eða í fjöldahjálparstöðvum sem Rauði krossinn opnaði í gær, annars vegar á Dalvík og hins vegar á Hvammstanga. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komið hafa upp vegna veðursins var þjóðaröryggisráð kallað saman í dag. Gestir fundarins voru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála, -iðnaðar og nýsköpunarráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ásamt ráðuneytisstjórum. Auk þeirra var fulltrúum almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra boðið til fundarins ásamt fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Rauða kross Íslands. Þeir gerðu grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og samvinnu fjölmargra aðila um allt land, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún kvaðst hafa byrjað daginn í dag á því að heyra í fólki fyrir norðan, bæði sveitarstjórnarfólki sem og íbúum. „Þetta er auðvitað þung og erfið staða fyrir fólk því það sem við erum að tala um hér er í raun og veru mjög yfirgripsmikið rafmagnsleysi sem sömuleiðis er langvarandi með þeim hætti að við höfum ekki séð annað eins hin síðari ár,“ sagði Katrín. Þá benti hún á það hversu mjög samfélagið hefur breyst á þann veg að við erum miklu háðari rafmagni en áður var, til dæmis þegar kemur að fjarskiptum. „Þannig að það má segja að þetta hafi enn þá meiri áhrif en ella. Veðrið var auðvitað mjög slæmt og afleiðingarnar líka eftir því en ég vil líka segja það að við erum í miðri á. Viðbragðsaðilar fyrir norðan eru á fullu að störfum enn þá við að koma á rafmagni í gegnum varaaflsstöðvar. Það var verið að fljúga bæði tækjum, búnaði og mannskap norður til þess að koma rafmagni á ýmsa þéttbýlisstaði.“ Þá séu viðbragðsaðilar að setja sig í sambandi við fólk sem er enn án rafmagns til þess að kanna stöðuna. „Og það verður áfram haldið að vinna af kappi. Ég get sagt það að viðbragðsaðilar hafa svo sannarlega ekki unnt sér hvíldar undanfarna daga við að koma málum í rétt horf,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Staða mála verður svo rædd frekar á ríkisstjórnarfundi á morgun þar sem farið verður yfir nauðsynlegar aðgerðir, hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Þá verður einnig skipaður sérstakur starfshópur um raforkuinnviði en að því er segir í frétt mbl á hópurinn að fara yfir og forgangsraða þeim aðgerðum sem ráðast þarf í svo koma megi í veg fyrir að að viðlíka rafmagnsleysi geti endurtekið sig.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Stjórnsýsla Veður Tengdar fréttir Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21 Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. 12. desember 2019 17:21
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Í forgangi að ryðja Þjóðveg 1 Verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki segir í forgangi að opna fyrir umferð um Þjóðveg 1 og helstu stofnbrautir í grennd. Í framhaldinu verður farið í að ryðja vegi upp til sveita svo börn komist í skólann. 12. desember 2019 13:20