Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 08:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Unglingspiltur féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi þegar hann var að aðstoða bónda við ána. Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri er í aðgerðastjórn almannavarna, sem stjórnar leitinni. Hann staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða unglingspilt en hann féll í ána þegar krapabylgja hreif hann með sér. Í frétt RÚV kemur fram að pilturinn og bóndinn hafi verið að vinna að því að koma á rafmagni. Hermanni var þó ekki kunnugt um það. Þá segir hann að lögregla hafi grófa hugmynd um aðdraganda slyssins í gærkvöldi en vildi litlu við það bæta. RÚV hefur eftir Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra að bóndanum hafi tekist að forða sér frá krapabylgjunni. Þá hafi bóndinn og drengurinn verið að vinna að því að hreinsa krapa frá inntaki, en við ána er heimarafstöð, lón og stífla. TF-Eir leggur af stað norður frá Reykjavíkurflugvelli í nótt.Mynd/landhelgisgæslan Hermann segir að leit við Núpá verði haldið áfram í dag. Bætt verður í mannskap, m.a. með liði frá öðrum svæðum, þegar líður á daginn. Fjöldi björgunarmanna, sérhæfðra kafara og straumbjörgunarmanna hefur aðstoðað við leitina og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, aðstoðað við að ferja mannskap. Hún hefur einnig verið notuð beint við leitina, að sögn Hermanns. Veður er slæmt á svæðinu og hafa aðstæður við leitina verið erfiðar í nótt og í morgun. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, var send með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn á slysstað í nótt. Hún lenti aftur í Reykjavík snemma í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Lögreglumál Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. 12. desember 2019 06:30