Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 20:45 Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í fréttaskýringaþættinum Kveik í byrjun nóvember. Mynd/RÚV Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56