Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:45 Carlo Ancelotti í síðasta leiknum sínum með Napoli liðið. Getty/Francesco Pecoraro Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira