Katrín Tanja keppir nú í fyrsta sinn í Dúbaí: Alltaf eitthvað komið upp á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 07:45 Katrín Tanja Davíðsdóttir í sjónum í Dúbaí. Mynd/Youtube/ Dubai CrossFit Championship CrossFit stórmótið Dubai CrossFit Championship fer fram í þessari viku og Ísland á nokkra öfluga keppendur á mótinu í ár eins og síðustu ár. Ein af þeim er Katrín Tanja Davíðsdóttir en hún er samt að keppa á þessu móti í fyrsta sinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og hefur verið dugleg að auglýsa íþróttina út á við síðustu mánuði, bæði með að sitja fyrir á síðum „Body Issue“ hjá ESPN sem og að tala á ráðstefnu ESPN um konur og íþróttir. Katrín er fyrir nokkru komin til Dúbaí til að undirbúa sig fyrir átökin í eyðimörkinni en þar er hún að keppa við öfluga mótherja eins og löndu sína Söru Sigmundsdóttir sem er ekki á þessu móti í fyrsta sinn. View this post on Instagram The Dottirs are in Dubai! Katrin Davidsdottir and Sara Sigmundsdottir join Brent Fikowski in Dubai as they acclimate to the warm weather and get used to the time change before the competition. Watch as the elite athletes gather at the beach for some open water swimming and then head inside CrossFit Alioth to train. Katrin tells us why she hasn't come to DCC before, while Sara and Brent let us in on their thoughts about their biggest competitors. Keep following DCC Unscripted to see how some of the sport's biggest names get ready for the Dubai CrossFit Championship. More Episodes coming soon! @katrintanja @sarasigmunds @fikowski Vlog produced by: Red Monkey Live #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @crossfitalioth @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 8, 2019 at 7:04am PST „Ég hef verið á leiðinni hingað í mörg ár. Anníe Þórisdóttir er besta vinkonan mín og ég held að hún hafi komið hingað síðan á fyrsta DCC mótinu. Mig hefur langað svo að koma hingað en það hefur alltaf komið eitthvað upp á,“ segir Katrín Tanja. „Einu sinni þurfti að taka úr mér endajaxlinn og annað ár þá var ég meidd á öxl. Loksins er ég komin til Dúbaí,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja var að æfa sig í sjónum þegar myndatökumenn hittu á hana. Hún segist þurfa að æfa sig í sjónum. „Mér fannst ég alltaf tapa miklum tíma þegar ég var annaðhvort á leiðinni út í sjó eða hinar stelpurnar voru fljótari en ég á leiðinni aftur upp á land. Ég þarf að æfa það sem og að læra stinga mér eins og höfrungur í sjóinn,“ útskýrir Katrín Tanja. „Ég ólst ekki upp við strönd og er ekki vön því að synda í opnum sjó. Ég hef verið virkilega hrædd við það að synda í opnum sjó en ég hef þurft að prófa þetta margoft á leikunum og ég er því orðin vanari í dag,“ sagði Katrín Tanja. „Ég kann betur við sjóinn í hvert skipti sem ég prófa þetta,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan en þar er einnig talað við Söru sem hefur byrjað tímabilið svo vel. Sara kann vel við sig í hitanum en æfingarnar í Dúbaí hafi að einhverju leiti snúist um að venjast hitanum. „Ég elska sólina en ég veit að ég þarf að undirbúa mig fyrir sjóinn sem og að það getur bæði verið eyðimerkurhlaup sem og hjólakeppni í eyðimörkinni. Ég hef því einbeitt mér að æfa úti til að venjast aðstæðum,“ sagði Sara. „Við vitum ekki hvað við eigum von á en erum nokkuð viss um að við þurfum að gera eitthvað sem er aðeins hægt að gera hér út í Dúbaí,“ sagði Sara. Það má sjá spjallið við íslensku CrossFit stelpurnar hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
CrossFit stórmótið Dubai CrossFit Championship fer fram í þessari viku og Ísland á nokkra öfluga keppendur á mótinu í ár eins og síðustu ár. Ein af þeim er Katrín Tanja Davíðsdóttir en hún er samt að keppa á þessu móti í fyrsta sinn. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og hefur verið dugleg að auglýsa íþróttina út á við síðustu mánuði, bæði með að sitja fyrir á síðum „Body Issue“ hjá ESPN sem og að tala á ráðstefnu ESPN um konur og íþróttir. Katrín er fyrir nokkru komin til Dúbaí til að undirbúa sig fyrir átökin í eyðimörkinni en þar er hún að keppa við öfluga mótherja eins og löndu sína Söru Sigmundsdóttir sem er ekki á þessu móti í fyrsta sinn. View this post on Instagram The Dottirs are in Dubai! Katrin Davidsdottir and Sara Sigmundsdottir join Brent Fikowski in Dubai as they acclimate to the warm weather and get used to the time change before the competition. Watch as the elite athletes gather at the beach for some open water swimming and then head inside CrossFit Alioth to train. Katrin tells us why she hasn't come to DCC before, while Sara and Brent let us in on their thoughts about their biggest competitors. Keep following DCC Unscripted to see how some of the sport's biggest names get ready for the Dubai CrossFit Championship. More Episodes coming soon! @katrintanja @sarasigmunds @fikowski Vlog produced by: Red Monkey Live #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @crossfitalioth @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 8, 2019 at 7:04am PST „Ég hef verið á leiðinni hingað í mörg ár. Anníe Þórisdóttir er besta vinkonan mín og ég held að hún hafi komið hingað síðan á fyrsta DCC mótinu. Mig hefur langað svo að koma hingað en það hefur alltaf komið eitthvað upp á,“ segir Katrín Tanja. „Einu sinni þurfti að taka úr mér endajaxlinn og annað ár þá var ég meidd á öxl. Loksins er ég komin til Dúbaí,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja var að æfa sig í sjónum þegar myndatökumenn hittu á hana. Hún segist þurfa að æfa sig í sjónum. „Mér fannst ég alltaf tapa miklum tíma þegar ég var annaðhvort á leiðinni út í sjó eða hinar stelpurnar voru fljótari en ég á leiðinni aftur upp á land. Ég þarf að æfa það sem og að læra stinga mér eins og höfrungur í sjóinn,“ útskýrir Katrín Tanja. „Ég ólst ekki upp við strönd og er ekki vön því að synda í opnum sjó. Ég hef verið virkilega hrædd við það að synda í opnum sjó en ég hef þurft að prófa þetta margoft á leikunum og ég er því orðin vanari í dag,“ sagði Katrín Tanja. „Ég kann betur við sjóinn í hvert skipti sem ég prófa þetta,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan en þar er einnig talað við Söru sem hefur byrjað tímabilið svo vel. Sara kann vel við sig í hitanum en æfingarnar í Dúbaí hafi að einhverju leiti snúist um að venjast hitanum. „Ég elska sólina en ég veit að ég þarf að undirbúa mig fyrir sjóinn sem og að það getur bæði verið eyðimerkurhlaup sem og hjólakeppni í eyðimörkinni. Ég hef því einbeitt mér að æfa úti til að venjast aðstæðum,“ sagði Sara. „Við vitum ekki hvað við eigum von á en erum nokkuð viss um að við þurfum að gera eitthvað sem er aðeins hægt að gera hér út í Dúbaí,“ sagði Sara. Það má sjá spjallið við íslensku CrossFit stelpurnar hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira