Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 14:44 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hækkaði róminn og skammaði þingmenn fyrir framkomu sína á þingfundi í dag. Vísir/Vilhelm Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. Svo virðist sem nokkur pirringur ríki meðal bæði þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu nú á lokametrunum fyrir jólahlé. Stjórnarandstaðan greip til þess ráðs að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær til að reyna að hafa áhrif á dagskrána og stjórnarþingmenn sökuðu andstöðuna sömuleiðis með frammíköllum úr þingsal um „ómerkilegheit“ og „skítlega“ framkomu. Forseti þingsins hótaði að slíta þingfundi ef þingmenn myndu ekki haga sér „Í fyrsta lagi þá munum við leggjast gegn þessu einfaldlega vegna þess að það er ekki búið að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lyktir mála á næstu dögum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um atkvæðagreiðslu um afbrigði svo unnt væri að taka á dagskrá lagafumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Málið er eitt þeirra sem var það seint fram komið að taka þarf á dagskrá með afbrigðum.Sjá einnig: Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Hlaut Logi í kjölfarið nokkrar skammir frá forseta Alþingis fyrir að tala um atkvæðagreiðsluna undir liðnum fundarstjórn forseta. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson tóku í svipaðan streng og Logi og gagnrýndu stjórnarflokkana fyrir hversu seint mál væru fram komin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Þá steig Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og vakti athygli á ákvörðun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að kalla inn varamenn vegna þeirrar uppákomu sem var í gær. „Það á sér þá skýringu að hér í gær reyndi stjórnarandstaðan og tókst að hindra atkvæðagreiðslu með fjarvist úr þingsal. Við þær aðstæður að stjórnarandstaðan beiti slíkum brögðum verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður,“ sagði Birgir. „Þannig að þessi innköllun varamanna af okkar hálfu eru auðvitað einfaldlega viðbrögð við því „fundarskapatrixi“ sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.“ Þessu svaraði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að fjöldi stjórnarþingmanna hafi verið fjarverandi. Stjórnarandstaðan geti ekki borið ábyrgð á því. „Það er óþarfi að láta eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar mæti ekki til starfa hérna þegar það var alveg eins stjórnarliðar sem voru ekki hér,“ sagði Helga Vala sem komst varla lengra því þá var púað á hana og orð hennar sögð „ómerkileg“ og „kostugleg,“ og „ósanngjarnt.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Forseti Alþingis óskaði þá eftir hljóð í salinn og sló ítrekað í bjölluna. Ástæða óánægju þingmanna stjórnarmeirihlutans með þessi orð Helgu Völu liggur í því að munurinn á fjarvistum þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í gær liggur í því að stór hópur stjórnarandstöðuþingmanna voru í húsi en mættu ekki í þingsal til atkvæðagreiðslu. Aðrir höfðu boðað lögmæt forföll. Látunum var þó ekki lokið enn og steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og lýstu óánægju sinni með fundarstjórn forseta, framkomu annarra þingmanna og hversu mörg af málum ríkisstjórnarinnar væru seint fram komin. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði líst því að honum þætti fáránlegt að þjóðkirkjumálið hafi verið sett á dagskrá en var stöðvaður af þingforseta þar sem hann taldi málið ekki falla undir fundarstjórn forseta. Við þetta truflaðist Helgi Hrafn og kvörtuðu hann og aðrir þingmenn Pírata sáran yfir framkomu forseta í garð þingmanna Pírata. Eftir margar harðorðar ræður um efni sem forseta þótti ekki eiga heima undir liðnum um fundarstjórn forseta, frammíköll og hlátursköll hækkaði Steingrímur J. róminn og setti verulega ofan í við þingmenn. „Vill hæstvirtur þingmaður gera svo vel að leyfa forseta að tala í friði. Eitt verður ekki liðið, að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram,“ sagði Steingrímur hálföskrandi eftir að Helgi Hrafn hafði gripið fram í fyrir honum. Alþingi Tengdar fréttir Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira
Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. Svo virðist sem nokkur pirringur ríki meðal bæði þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu nú á lokametrunum fyrir jólahlé. Stjórnarandstaðan greip til þess ráðs að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær til að reyna að hafa áhrif á dagskrána og stjórnarþingmenn sökuðu andstöðuna sömuleiðis með frammíköllum úr þingsal um „ómerkilegheit“ og „skítlega“ framkomu. Forseti þingsins hótaði að slíta þingfundi ef þingmenn myndu ekki haga sér „Í fyrsta lagi þá munum við leggjast gegn þessu einfaldlega vegna þess að það er ekki búið að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um lyktir mála á næstu dögum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um atkvæðagreiðslu um afbrigði svo unnt væri að taka á dagskrá lagafumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Málið er eitt þeirra sem var það seint fram komið að taka þarf á dagskrá með afbrigðum.Sjá einnig: Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Hlaut Logi í kjölfarið nokkrar skammir frá forseta Alþingis fyrir að tala um atkvæðagreiðsluna undir liðnum fundarstjórn forseta. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson tóku í svipaðan streng og Logi og gagnrýndu stjórnarflokkana fyrir hversu seint mál væru fram komin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Þá steig Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og vakti athygli á ákvörðun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að kalla inn varamenn vegna þeirrar uppákomu sem var í gær. „Það á sér þá skýringu að hér í gær reyndi stjórnarandstaðan og tókst að hindra atkvæðagreiðslu með fjarvist úr þingsal. Við þær aðstæður að stjórnarandstaðan beiti slíkum brögðum verður stjórnarmeirihlutinn að vera fullmannaður,“ sagði Birgir. „Þannig að þessi innköllun varamanna af okkar hálfu eru auðvitað einfaldlega viðbrögð við því „fundarskapatrixi“ sem stjórnarandstaðan beitti hér í gær.“ Þessu svaraði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, með því að benda á að fjöldi stjórnarþingmanna hafi verið fjarverandi. Stjórnarandstaðan geti ekki borið ábyrgð á því. „Það er óþarfi að láta eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar mæti ekki til starfa hérna þegar það var alveg eins stjórnarliðar sem voru ekki hér,“ sagði Helga Vala sem komst varla lengra því þá var púað á hana og orð hennar sögð „ómerkileg“ og „kostugleg,“ og „ósanngjarnt.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm Forseti Alþingis óskaði þá eftir hljóð í salinn og sló ítrekað í bjölluna. Ástæða óánægju þingmanna stjórnarmeirihlutans með þessi orð Helgu Völu liggur í því að munurinn á fjarvistum þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu í gær liggur í því að stór hópur stjórnarandstöðuþingmanna voru í húsi en mættu ekki í þingsal til atkvæðagreiðslu. Aðrir höfðu boðað lögmæt forföll. Látunum var þó ekki lokið enn og steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og lýstu óánægju sinni með fundarstjórn forseta, framkomu annarra þingmanna og hversu mörg af málum ríkisstjórnarinnar væru seint fram komin. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafði líst því að honum þætti fáránlegt að þjóðkirkjumálið hafi verið sett á dagskrá en var stöðvaður af þingforseta þar sem hann taldi málið ekki falla undir fundarstjórn forseta. Við þetta truflaðist Helgi Hrafn og kvörtuðu hann og aðrir þingmenn Pírata sáran yfir framkomu forseta í garð þingmanna Pírata. Eftir margar harðorðar ræður um efni sem forseta þótti ekki eiga heima undir liðnum um fundarstjórn forseta, frammíköll og hlátursköll hækkaði Steingrímur J. róminn og setti verulega ofan í við þingmenn. „Vill hæstvirtur þingmaður gera svo vel að leyfa forseta að tala í friði. Eitt verður ekki liðið, að þingmenn grípi fram í fyrir forseta sínum og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram,“ sagði Steingrímur hálföskrandi eftir að Helgi Hrafn hafði gripið fram í fyrir honum.
Alþingi Tengdar fréttir Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Sjá meira
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35