Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. desember 2019 07:00 Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. Á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til að starfa á Íslandi. Um þriðjungur þeirra starfar í störfum tengdum ferðaþjónustunni, en einhver hluti vinnur í þéttbýlinu og eru sjálfboðaliðar á börum og veitingahúsum. Þetta eru meðal niðurstaðna Guðbjargar Rafnsdóttur og Jónínu Einarsdóttur sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. „Næstum 100% er verið að óska eftir sjálfboðaliðum í störf sem um gilda kjarasamningar,“ segir Guðbjörg. Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Ýmsar framkvæmdir eru einnig ofarlega á lista, jafnvel á einkaheimilum, að gera upp húsið eða laga eldhúsið. Stöð 2 Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Í mörgum tilvikum er óskað eftir fleiri en einum sjálfboðaliða á hvern stað og er vitað um veitinga- og gistihús sem auglýsti eftir fjörutíu sjálfboðaliðum. Aðilar vinnumarkaðarins og aðrir atvinnurekendur hafa bent á að þetta sé vandamál. „Svo hafa fyrirtæki önnur verið að benda á að þetta skekki samkeppnisstöðu þeirra mjög, að sumir greiði laun og aðrir ekki.“ Guðbjörg segir flesta sjálfboðaliðana ungt fólk í leit að ævintýrum en einhverjir eru að flýja atvinnuleysi og erfiðleika í heimalandinu. Fæstir vita að þeir geti og ættu í raun að fá borgað fyrir störf sín. Einhverjir upplifa slæman aðbúnað en það er ekkert eftirlit og réttindi þeirra eru engin. „Þetta fólk hefur engar sjúkratryggingar ef þau verða fyrir slysum eða slíku því þau hafa enga vinnusamaninga,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira