Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2019 23:00 Guðni Gíslason, útgefandi Fjarðarfrétta. Vísir/ Baldur Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“ Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Útgáfu hafnfirska fréttablaðsins Fjarðarfrétta hefur verið hætt. Eigandinn lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla. Guðni Gíslason hafði gefið Fjarðarfréttir út í þrjú ár áður en hann tók ákvörðun um að hætta útgáfu þess. Síðasta blaðið barst Hafnfirðingum 18. desember síðastliðinn. „Það voru nokkrar ástæður. Reksturinn hefur verið frekar erfiður. Það er minnkandi auglýsingasala og samkeppnin mikil á þessum markaði. Það sem fyllti mælinn hjá mér er þegar Hafnarfjarðarbær gaf út sitt eigið jólablað og eyddi í það meiri heldur en þau kaupa auglýsingar í mínu blaði á ári,“ segir Guðni. Hann segir þetta vera þróunina, sveitarfélög og fyrirtæki séu farin að senda frá sér eigin fréttir og búa þannig til jákvæðari ímynd en efni standa til. Hann segir það hlutverk bæjarblaða að hafa aðhald með sveitarfélögunum og vera þannig málsvari bæjarbúa. Hann vill þó ekki meina að gagnrýnin umfjöllun hans hafi orðið þess valdandi að Hafnarfjarðarbær fór þessa leið við útgáfu jólablaðs. „Ég hef alltaf verið gagnrýninn frá fyrstu tíð. Það var meira segja þannig að þegar ég byrjaði kom þáverandi meirihluti og dró blað inn í bæinn til að keppa á móti í staðinn fyrir að fara í samstarf við mann. Það hefur verið sama hvaða meirihluti er, það er hlutverk bæjarblaða að vera aðhald og draga upp þá mynd sem er raunsærri en sú glansmynd sem er oft dregin upp.“ Hann segir litla hjálp að finna fyrir blaðið sitt í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Í frumvarpinu er gerð sú krafa að blöð séu gefin út 48 sinnum á árum til að geta hlotið styrki frá ríkinu. „Flest þessi bæjarblöð eru rekin af einyrkjum og þú verður að taka þitt sumarfrí til að hlaða batteríin. Ég tók fjórar vikur í frí í sumar og náði ekki nema 45 blöðum. Ég hef gagnrýnt þetta en engin svör fengið.“
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira